Bænastund

Mánudaginn 13. mai kl. 17:00-17:30 er boðað til bænastundar í sal Kristniboðssambandsins.
Stjórnin ætlar að koma saman og biðja fyrir þeim sem eru að fást við veikindi, fyrir aðstandendum þeirra, heilbrigðisstarfsfólki og heilbrigðisstofnunum landsins.
Allt félagsfólk er innilega velkomið að mæta og taka þátt í að knýja á og dvelja í nærveru Guðs

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Aðalfundur 2018

Aðalfundur félagsins var haldinn mánudaginn 29. október 2018 að Háaleitisbraut 58-60.
Fundarstjóri var Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir og fundarritari Álfheiður Árnadóttir.

Guðlaug Helga las skýrslu stjórnar fyrir síðasta starfsár og þar kom fram að engir almennir félagsfundir voru haldnir á árinu.
40 ára afmælishátíð var haldin 20. mars í safnaðarheimili Háteigskirkju sem tókst mjög vel og var vel sótt.
Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og samþykkt.
Reikningar félagsins lagðir fram og þeir samþykktir.
Fráfarandi formaður Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir þakkaði fyrir samstarfið gegnum árin.
Ræddi hún framtíð félagsins og fagnaði nýjum félögum í stjórn og óskaði þeim velfarnaðar í starfi.
Fráfarandi stjórnarmönnum voru færðar þakkir og gjafir fyrir frábært og óeigingjarnt starf í þágu félagsins.

Úr stjórn gengu Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir fomaður,  Anna Ólafía Sigurðardóttir varaformaður og Guðný Jónsdóttir.

Í nýrri stjórn eru:

Álfheiður Árnadóttir
Díana Ósk Óskarsdóttir, formaður
Eva Kristín Hreinsdóttir, varaformaður
Fritz Már Jörgenson Berndsen, ritari  
Guðný Valgeirsdóttir
Ingigerður Anna Konráðsdóttir, gjaldkeri
Silvía Magnúsdóttir

Endurskoðendur verða áfram Theodóra Reynisdóttir og Bernharður Guðmundsson

Eftir fundinn var súpusamfélag og samvera fundarmanna.

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Aðalfundarboð – 29. október 2018

Aðalfundur Kristilegs félags heilbrigðisstétta verður haldinn mánudaginn 29. október kl. 17.00-19.00 í sal Kristniboðssambandsins Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð.

Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.

Verið öll innilega velkomin.

Fyrir hönd stjórnar KFH, sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, formaður.

Birt í Aðalfundur, Félagsfundir | Færðu inn athugasemd

Gleðilegt sumar

Kristilegt félag heilbrigðisstétta óskar ykkur öllum gleðilegs sumar með kærum þökkum fyrir veturinn. Megi sumarið færa ykkur gleði og góðar stundir í leik og starfi.

 

 

 

 

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Myndir frá 40 ára afmæli KFH 20. mars 2018

40 ára afmælishátíð KFH var haldin 20. mars 2018 í Safnaðarheimili Háteigskirkju.

Hátíðin var vel sótt og heppnuð eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

40 ára afmæli KFH- Hátíðarveisla 20. mars nk.

boðskort 40 ára afmæli KFH

Í tilefni af 40 ára afmæli KFH er þér/ykkur ásamt gestum boðið til hátíðarveislu í safnaðarheimili Háteigskirkju 20 mars nk. kl. 16.30-18.30.

Dagskrá:

Ávörp:

Dr. theol. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjúkrahúsprestur, formaður KFH

Guðrún Dóra Guðmannsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun á LSH og sr. Magnús Björnsson, sóknarprestur

Laura Sch. Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu

Tónlist:

Ragnheiður Sara Grímsdóttir, söngkona syngur einsöng

Tómas Jónsson leikur á píanó

Boðið verður upp á hátíðarveitingar og góða samveru.

Hlökkum til að fagna með ykkur. Stjórn KFH

 

Birt í KFH | Færðu inn athugasemd

Aðalfundur 30. október 2017 kl. 17:00

Aðalfundur KFH verður mánudaginn 30. október kl. 17.00

á heimili ritara, Álfheiðar Árnadóttur,

Dynskógum 7, 109 Reykjavík.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Veitingar í boði félagsins að aðalfundi loknum.

Félagsfólk er hvatt til að mæta á aðalfundinn.

 

Fréttabréf félagsins 2017-2018 er komið út.

https://kfh.is/wp-content/uploads/2017/10/FrettabrefKFH2017.pdf

Birt í Félagsfundir | Færðu inn athugasemd

Ath. – Heimsóknin í Skálholt fellur því miður niður

Ath. Heimsóknin í Skálholt fellur því miður niður

Mánudaginn 24. apríl skipuleggur KFH heimsókn í Skálholt.

Dagskrá í Skálholti er í umsjón sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar, vígslubiskups.

Mæting er á Háaleitisbraut 58-60 kl. 15.45.

Brottför kl. 16.00.

Heimkoma áætluð kl. 22.00.

Verð kr. 5000 (rúta, leiðsögn og kvöldverður).

Félags menn eru hvattir til að koma og taka með sér gesti.

Skráning fer fram á netfanginu kfh@kfh.is eigi síðar en föstudaginn 21. apríl 2017.

Birt í Félagsfundir, Skálholt | Færðu inn athugasemd

Heimsókn KFH á Mosfell í Mosfellsdal mánudaginn 27. mars kl. 17, mæting við kirkjuna

Mánudaginn 27.mars er skipulögð heimsókn félagsfólks KFH á Mosfell í Mosfellsdal.

Mæting kl. 17.00 í kirkjuna. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir, sóknarprestur, tekur á móti hópnum.

Helgistund í umsjá KFH félaga.

Veitingar eftir kirkjusamveru í safnaðarheimili  Mosfellssóknar, Þverholti 3, Mosfellsbæ.

Hlökkum til að sjá ykkur

Kær kveðja

Stjórn KFH

 

 

Birt í Félagsfundir, Mosfell | Færðu inn athugasemd

Félagsfundur KFH mánudaginn 27. febrúar í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði

Félagsfundur KFH mánudaginn 27. febrúar kl. 17.

Heimsókn í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Mæting kl. 17.00 í kirkjuna.

Sr. Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur flytur erindi um altaristöflu kirkjunnar.

Helgistund í umsjá sr. Braga og safnaðarfólks.

Súpa og brauð í lok fundar.

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og að taka með sér gesti.

Ljósmyndir af altaristöflu Víðistaðakirkju teknar af:

http://www.kirkjan.net/mynd/kirksidur/kjal.htm

http://www.ruv.is/frett/tifalda-styrk-i-vidgerdir-a-freskum-baltasars

 

 

 

Birt í Félagsfundir | Færðu inn athugasemd