Styrkja félagið

Styrktarsjóður KFH var stofnaður til  minningar um Vigdísi Magnúsdóttur, hjúkrunarforstjóra og formann félagsins um árabil. Tilgangur stjóðusins er að styrkja þau málefni sem eru í anda félagsins og í samræmi við lög þess.

Markmið félagsins hefur jafnan verið að styðja og efla andlega og trúarlega þjónustu, sálgæslu innan heilbrigðisþjónustunnar og efla fræðslu fyrir heilbrigðisstarfsfólk um málefni er varða andlegar og trúarlegar þarfir. KFH leggur mikla áherslu á mikilvægi þess að andlegum og trúarlegum þörfum fólks sé sinnt og að sú þjónusta sé hluti af þeirri þjónustu sem heilbrigðisstofnanir veiti.

Leggja má framlög beint inn á Styrktarsjóðinn:

Reikningsnúmer: 0301-13-300201

Kennitala: 6602820769

Vinsamlega skráið – almennur styrkur – í skýring greiðslu.