Aðalfundur Kristilegs félags heilbrigðisstétta verður haldinn mánudaginn 25. október 2021 kl. 17.00-19.00 í sal Kristniboðssambandsins við Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð.
Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf:
Ritari fundar valinn
Lesin skýrsla stjórnar.
Lesin fundargerð síðasta Aðalfundar
Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins.
Breytingar á stjórn – Tveir meðstjórnendur gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Kjósa þarf tvo nýja stjórnarmeðlimi. Allir félagar geta gefið kost á sér.
Annað: Umræða um framtíð félagsins á hverju borði fyrir sig og teknir saman helstu punktar sem eru svo settir fram fyrir hópinn.
Fundi slitið.
Að venju verður súpusamfélag á eftir fundinn og að þessu sinni viljum við halda upp á það að við getum loksins komið saman og bjóðum því líka upp á snittur og góða köku.
Vonandi sjáum við sem flest ykkar kæru félagar og við bjóðum einnig velkomin öll þau sem hafa áhuga á félaginu.
Einnig vonumst við til þess að þið sem ekki komist gefið ykkur stund til þess að biðja fyrir okkur sem mætum og fyrir framgangi félagsins. Megi Guðs vilji ná fram að ganga.
Megi okkar eilífi, lifandi Guð leiða okkur öll og blessa,
Kær kveðja,
Fyrir hönd stjórnar,
sr. Díana Ósk Óskarsdóttir, formaður.