Kæru félagar KFH,
nú eru sorgartímar vegna innrásar Rússa í Úkraínu og ógn hvílir yfir allri heimsbyggðinni. Nú þurfum við að sameinast í bæn og tendra friðarkerti.
Ég legg til að við sameinumst í bæn á kvöldin kl. 18:15-18:30 hvar sem við erum stödd, þar sem við biðjum um himneskan og jarðneskan frið, biðjum um vernd fyrir öll þau sem eru inni í aðstæðunum og huggun fyrir þau sem eiga ástvini í þessum skelfilegu aðstæðum. Leggjum áherslu á vilja Guðs og lausn sem leiðir til stillingar og friðar.
Ég hvet okkur öll til þess að fylgjast með, treysta Guði og tala út von. Megi Drottinn vera með þér og þínu fólki öllu.
Guð umlyki þig á allar hliðar
varðveiti ljósið í þér og láti myrkrið hverfa.
Guð umlyki þig á allar hliðar
varðveiti friðinn í þér og láti óttan hverfa.
Friðar og kærleikskveðja,
Díana Ósk Óskarsdóttir,
formaður KFH.