Félagsfundur mánudag 24. nóvember kl. 17-19

Stjórn KFH minnir á næsta félagsfund sem haldinn verður mánudag 24. nóvember kl. 17-19 í Kristniboðssalnum að Háaleitisbraut 58-60.
Upphafsorð og bæn verða í höndum Herdísar Ástráðsdóttur.
Dr. Hrund Sch. Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur, flytur erindi sem ber yfirskriftina: Gagnreynd þekking og gildi hennar í klínisku starfi.
Hugvekju flytur séra Valgeir Ástráðsson.
Gleðisveitin sér um tónlistarflutning.
Nýju jólakortin verða til sölu.
Súpa, brauð og samfélag að dagskrá lokinni.
Kort 6: Jólakort

Tegund 6. Jólakort. Ritningarstaður: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Lúk. 2:11. Texti inni í jólakorti: Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

 

Birt í Félagsfundir | Færðu inn athugasemd

Jólakort og tækifæriskort KFH til sölu

Kristilegt félag heilbrigðisstétta gefur um þessar mundir út tvær nýjar tegundir af kortum,
annað er jólakort, hitt alhliða tækifæriskort. Ljósmyndir sem prýða framhlið kortanna eru teknar af listamanninum Kristjáni Frímanni Kristjánssyni. Ágóði af sölu þeirra rennur til Styrktarsjóðs KFH. Kortin er unnt að panta á heimasíðu KFH  og hjá meðlimum stjórnar.

Jólakort. Ritningarstaður inn í jólakortinu er: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Lúk. 2:11. Texti inni í jólakorti: Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Alhliða tækifæriskort. Ritningarstaður inn í tækifæriskortinu er: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun yfir mönnum. Lúk.2:14. Enginn texti er inni í tækifæriskortinu.

Alhliða tækifæriskort

 

 

 

 

 

 

Jólakort KFH

Jólakort KFH

 

Birt í Kort | Færðu inn athugasemd

Dagur heilbrigðisþjónustunnar í þjóðkirkjunni 19. október 2014

Sunnudagurinn 19. október verður tileinkaður heilbrigðisþjónustunni í landinu. Dagurinn á sér fyrirmynd í ,,Healthcare Sunday“ sem fyrst var haldinn í Bretlandi fyrir um áratug. Tímasetning þessa dags tengist degi Lúkasar guðspjallamanns og læknis, Lúkasarmessu, sem er 18. október og því hefur sunnudagurinn næstur þeim degi orðið fyrir valinu.

Markmið þessa sunnudags er að lyfta upp heilbrigðisþjónustunni, til að styðja, styrkja og vekja athygli á því umfangsmikla starfi sem unnið er á vettvangi hennar. Á þessum degi biðjum við sérstaklega fyrir þeim sem þurfa að leita til heilbrigðisþjónustunnar, biðjum fyrir heilbrigðisstarfsfólki hvar sem það er að störfum í þágu þeirra sem á þurfa að halda, biðjum fyrir leiðtogum innan heilbrigðisþjónustunnar sem vinna að stefnumótun og þeim sem grundvallandi ákvarðanir taka.

Útvarpsmessa verður frá Vídalínskirkju kl. 11:00 og mun sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, dr. theol., sjúkrahúsprestur þjóðkirkjunnar og formaður KFH prédika.

Merki KFH

 

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Aðalfundur KFH verður mánudaginn 27. október kl. 16:15

AÐALFUNDARBOÐ

Aðalfundur KFH verður mánudaginn 27. október kl. 16:15 að Háaleitisbraut 58-60. Athugið breyttan fundartíma á aðalfundi.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Hugvekju flytur sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjúkrahúsprestur og formaður KFH.

Félagsfólk hvatt til að fjölmenna á aðalfundinn.

Að loknum aðalfundarstörfum verður boðið upp á súpu og brauð á heimili sr. Péturs Þorsteinssonar, Hagamel 50, 107 Reykjavík.

Merki KFH

Lógó Kristilegs Félags Heilbrigðisstétta

 

Birt í Aðalfundur | Færðu inn athugasemd

KFH gefur út jólakort og nýtt alhliða tækifæriskort

Kristilegt félag heilbrigðisstétta gefur um þessar mundir út tvær nýjar tegundir af kortum,
annað er jólakort, hitt alhliða tækifæriskort. Ljósmyndir sem prýða framhlið kortanna eru teknar af listamanninum Kristjáni Frímanni Kristjánssyni. Ágóði af sölu þeirra rennur til Styrktarsjóðs KFH. Kortin er unnt að panta á heimasíðu KFH  og hjá meðlimum stjórnar.

Jólakort. Ritningarstaður inn í jólakortinu er: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Lúk. 2:11. Texti inni í jólakorti: Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Alhliða tækifæriskort. Ritningarstaður inn í tækifæriskortinu er: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun yfir mönnum. Lúk.2:14. Enginn texti er inni í tækifæriskortinu.

Alhliða tækifæriskort

 

 

 

 

Jólakort

Jólakort

Birt í Kort | Færðu inn athugasemd

Samkoma til heiðurs Jóhannesi Ólafssyni kristniboðslækni, 28. maí 2014 kl. 20 í Grensáskirkju

Kristniboðssambandið heldur sérstaka fagnaðarsamkomu miðvikudaginn, 28. maí nk., kl. 20 í Grensáskirkju. Tilefnið er að samgleðjast Jóhannesi Ólafssyni kristniboðslækni, sem var sæmdur stórriddarakrossi Noregskonungs í mars sl.

Einnig verður starf kristniboðsins kynnt á samkomunni, sérstaklega á sviði heilbrigðisþjónustu í Suður-Eþíópíu, á liðnum 60 árum.

Dagskrá:

  • Gunnar Hamnøy kynnir heiðursviðurkenninguna og flytur hugvekju.
  • Birna Gerður Jónsdóttir fjallar um heilbrigðisþjónustu í Suður-Eþíópíu fyrr og nú.
  • Jóhannes Ólafsson flytur kristniboðsvinum kveðju.
  • Margrét Hróbjartsdóttir, hjúkrunarfræðingur og kristniboði flytur kveðju frá Kristilegu félagi heilbrigðisstétta.
  • Frú Vigdís Finnbogadóttir færir Jóhannesi hamingjuóskir.
  • Herra Karl Sigurbjörnsson flytur ávarp um kærleiksþjónustu kirkjunnar og kristniboðsins í Eþíópíu.

Tónlist og söngur verður í höndum Bjarna Gunnarssonar, Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur og Svövu Bernharðsdóttur.

Allir eru hjartanlega velkomnir á samkomuna.

Sjá nánar á heimasíðu Kristniboðssambandsins.

SAMSUNG CSC

Birt í Kristniboð | Færðu inn athugasemd

Kristniboðsfundur mánudaginn 28. apríl – ,,Að láta gott af sér leiða – Á erlendum vettvangi og heima“

Næsti félagsfundur, sem er árlegur kristniboðsfundur, verður mánudaginn 28. apríl kl. 17.

Efni fundarinars er:  Að láta gott af sér leiða – Á erlendum vettvangi og heima. 

Kristniboðarnir Helga Vilborg Sigurjónsdóttir og Kristján Þór Sverrison segja frá verkefnum sínum heima og erlendis.

Upphafsorð og bæn: Margrét Hróbjartsdóttir, hjúkrunarfræðingur og kristniboði.

Hugvekju flytur Kristján Þór Sverrisson.

Söngur: Helga Vilborg Sigurjónsdóttir

Allir eru velkomnir á fundi KFH sem eru haldnir að Háaleitisbraut 58 -60.

Súpa og samfélag að loknum fundi.

Blagresi

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Félagsfundur mánudaginn 24. mars 2014. Samskiptaboðorðin.

Næsti félagsfundur KFH verður mánudagnn  24. mars nk. kl. 17.

Á fundinum segir Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir hjúkrunarfræðingur frá Samskiptaboðorðunum undir yfirskriftinni: ,Trú, von og kærleikur skapa Samskiptaboðorðin“.

Upphafsorð og bæn: Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson.

Hugvekju flytur Margrét Albertsdóttir, félagsráðgjafi.

Súpa og samfélag að loknum fundi.

Allir eru velkomnir á félagsfundi KFH sem eru haldnir að Háaleitisbraut 58 – 60.

Samskiptabodordin

Birt í Félagsfundir | Færðu inn athugasemd

Félagsfundur 24. febrúar 2014 – Að láta gott af sér leiða – Orð, krydd og krásir.

Á næsta félagsfundi KFH, 24. febrúar, ræðir Sr. Sigrún Óskarsdóttir um efnið: ,,Að láta gott af sér leiða – Orð, krydd og krásir“.

Upphafsorð og bæn flytur Ásgeir B. Ellertsson, dr. med og Sr. Sigrún Óskarsdóttir flytur hugvekju.

Félagsfundurinn byrjar kl. 17:00 og er haldinn að Háaleitisbraut 58-60.

Allir eru velkomnir á félagsfundi KFH.

Súpa og samvera að loknum fundi.

Sigrun-OskarsdOrð, krydd og krásir

Þema félagsfunda KFH veturinn 2013 – 2014 er:

Hugsjón – köllun – ævintýraþrá undir yfirskriftinni

Birt í Félagsfundir | Færðu inn athugasemd

Félagsfundur KFH á nýju ári, 27. janúar 2014 – ,,Jól í skókassa“

Að láta gott af sér leiða. Hugsjón – Köllun – Ævintýraþrá.

,,Að sjá og upplifa gleðina við það að fá að afhenda börnum jólagjafir“ 

Á næsta félagsfundi KFH mánudaginn 27. janúar nk. verður  kynning á verkefninu  ,,Jól í skókassa“  sem var framkvæmt í tíunda sinn síðastliðið haust.

Soffía Magnúsdóttir, sálfræðinemi og Salvar Geir Guðgeirsson, guðfræðingur fjalla um  verkefnið og segja frá ferð sinni til Úkraínu þar sem þau heimsóttu m.a. barnasjúkrahús og afhentu börnum gjafir frá ,,Jól í skókassa“ á Íslandi.

Upphafsorð og bæn: Laura Scheving Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur.

Hugvekju flytur Salvar Geir Guðgeirsson.

Gleðisveitin syngur og leikur.

Súpa og samvera í lok fundar.

Allir eru velkomnir á félagsfundi KFH sem eru haldnir að Háaleitisbraut 58-60.

Jol-I-Skokassa-5-SM

Jol-I-Skokassa-1-Krakkar-Gjafir-Golf

 

 

Birt í Félagsfundir | Færðu inn athugasemd