Dagur heilbrigðisþjónustunnar í þjóðkirkjunni 19. október 2014

Sunnudagurinn 19. október verður tileinkaður heilbrigðisþjónustunni í landinu. Dagurinn á sér fyrirmynd í ,,Healthcare Sunday“ sem fyrst var haldinn í Bretlandi fyrir um áratug. Tímasetning þessa dags tengist degi Lúkasar guðspjallamanns og læknis, Lúkasarmessu, sem er 18. október og því hefur sunnudagurinn næstur þeim degi orðið fyrir valinu.

Markmið þessa sunnudags er að lyfta upp heilbrigðisþjónustunni, til að styðja, styrkja og vekja athygli á því umfangsmikla starfi sem unnið er á vettvangi hennar. Á þessum degi biðjum við sérstaklega fyrir þeim sem þurfa að leita til heilbrigðisþjónustunnar, biðjum fyrir heilbrigðisstarfsfólki hvar sem það er að störfum í þágu þeirra sem á þurfa að halda, biðjum fyrir leiðtogum innan heilbrigðisþjónustunnar sem vinna að stefnumótun og þeim sem grundvallandi ákvarðanir taka.

Útvarpsmessa verður frá Vídalínskirkju kl. 11:00 og mun sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, dr. theol., sjúkrahúsprestur þjóðkirkjunnar og formaður KFH prédika.

Merki KFH

 

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.