Samkoma til heiðurs Jóhannesi Ólafssyni kristniboðslækni, 28. maí 2014 kl. 20 í Grensáskirkju

Kristniboðssambandið heldur sérstaka fagnaðarsamkomu miðvikudaginn, 28. maí nk., kl. 20 í Grensáskirkju. Tilefnið er að samgleðjast Jóhannesi Ólafssyni kristniboðslækni, sem var sæmdur stórriddarakrossi Noregskonungs í mars sl.

Einnig verður starf kristniboðsins kynnt á samkomunni, sérstaklega á sviði heilbrigðisþjónustu í Suður-Eþíópíu, á liðnum 60 árum.

Dagskrá:

  • Gunnar Hamnøy kynnir heiðursviðurkenninguna og flytur hugvekju.
  • Birna Gerður Jónsdóttir fjallar um heilbrigðisþjónustu í Suður-Eþíópíu fyrr og nú.
  • Jóhannes Ólafsson flytur kristniboðsvinum kveðju.
  • Margrét Hróbjartsdóttir, hjúkrunarfræðingur og kristniboði flytur kveðju frá Kristilegu félagi heilbrigðisstétta.
  • Frú Vigdís Finnbogadóttir færir Jóhannesi hamingjuóskir.
  • Herra Karl Sigurbjörnsson flytur ávarp um kærleiksþjónustu kirkjunnar og kristniboðsins í Eþíópíu.

Tónlist og söngur verður í höndum Bjarna Gunnarssonar, Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur og Svövu Bernharðsdóttur.

Allir eru hjartanlega velkomnir á samkomuna.

Sjá nánar á heimasíðu Kristniboðssambandsins.

SAMSUNG CSC

Þessi færsla var birt undir Kristniboð. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.