Samkoma til heiðurs Jóhannesi Ólafssyni kristniboðslækni, 28. maí 2014 kl. 20 í Grensáskirkju

Kristniboðssambandið heldur sérstaka fagnaðarsamkomu miðvikudaginn, 28. maí nk., kl. 20 í Grensáskirkju. Tilefnið er að samgleðjast Jóhannesi Ólafssyni kristniboðslækni, sem var sæmdur stórriddarakrossi Noregskonungs í mars sl.

Einnig verður starf kristniboðsins kynnt á samkomunni, sérstaklega á sviði heilbrigðisþjónustu í Suður-Eþíópíu, á liðnum 60 árum.

Dagskrá:

  • Gunnar Hamnøy kynnir heiðursviðurkenninguna og flytur hugvekju.
  • Birna Gerður Jónsdóttir fjallar um heilbrigðisþjónustu í Suður-Eþíópíu fyrr og nú.
  • Jóhannes Ólafsson flytur kristniboðsvinum kveðju.
  • Margrét Hróbjartsdóttir, hjúkrunarfræðingur og kristniboði flytur kveðju frá Kristilegu félagi heilbrigðisstétta.
  • Frú Vigdís Finnbogadóttir færir Jóhannesi hamingjuóskir.
  • Herra Karl Sigurbjörnsson flytur ávarp um kærleiksþjónustu kirkjunnar og kristniboðsins í Eþíópíu.

Tónlist og söngur verður í höndum Bjarna Gunnarssonar, Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur og Svövu Bernharðsdóttur.

Allir eru hjartanlega velkomnir á samkomuna.

Sjá nánar á heimasíðu Kristniboðssambandsins.

SAMSUNG CSC

Þessi færsla var birt undir Kristniboð. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.