Panta kort

Tækifæris- og minningarkort. Kristilegt félag heilbrigðisstétta er með til sölu tækifæris- og minningarkort. Um fjórar mismunandi tegundir er að ræða og rennur ágóði af sölu þeirra til Styrktarsjóðs félagsins. Pakki með 5 kortum kostar 1500 kr. Ljósmyndir sem prýða framhlið kortanna eru teknar af listamanninum Kristjáni Frímanni Kristjánssyni og áhugaljósmyndurunum Braga J. Ingibergssyni og Hannesi Agnarssyni Johnson. Ritningartextar eru innan á framhlið kortanna. Sjá má útlit kortanna hér að neðan og ganga frá pöntunum.

Jólakort og nýtt alhliða tækifæriskort. Kristilegt félag heilbrigðisstétta gefur út tvær nýjar tegundir af kortum, annað er jólakort, hitt alhliða tækifæriskort. Ljósmyndir sem prýða framhlið kortanna eru teknar af listamanninum Kristjáni Frímanni Kristjánssyni. Ágóði af sölu þeirra rennur til Styrktarsjóðs KFH. Kortin er unnt að panta á heimasíðu KFH https://kfh.is/panta-kort/ og hjá meðlimum stjórnar.

Kort 1: Túlípanar

Tegund 1. Ritningartexti: En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. — 1Kor. 13:13

Kort 2: Jökull

Tegund 2. Ritningartexti: Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. — Slm. 121: 1-2

Kort 3: Lambagras

Tegund 3. Ritningartexti: Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. — Slm. 37.5

Kort 4: Kross

Tegund 4. Ritningartexti: Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. “ — Jóh.11:25

Kort 5: Alhliða tækifæriskort

Tegund 5. Alhliða tækifæriskort. Ritningarstaður: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun yfir mönnum. Lúk.2:14 – Enginn texti er inni í tækifæriskortinu.

Kort 6: Jólakort

Tegund 6. Jólakort. Ritningarstaður: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Lúk. 2:11. Texti inni í jólakorti: Gleðileg jól og farsælt komandi ár.