Félagsfundur mánudag 24. nóvember kl. 17-19

Stjórn KFH minnir á næsta félagsfund sem haldinn verður mánudag 24. nóvember kl. 17-19 í Kristniboðssalnum að Háaleitisbraut 58-60.
Upphafsorð og bæn verða í höndum Herdísar Ástráðsdóttur.
Dr. Hrund Sch. Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur, flytur erindi sem ber yfirskriftina: Gagnreynd þekking og gildi hennar í klínisku starfi.
Hugvekju flytur séra Valgeir Ástráðsson.
Gleðisveitin sér um tónlistarflutning.
Nýju jólakortin verða til sölu.
Súpa, brauð og samfélag að dagskrá lokinni.
Kort 6: Jólakort

Tegund 6. Jólakort. Ritningarstaður: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Lúk. 2:11. Texti inni í jólakorti: Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

 

Þessi færsla var birt undir Félagsfundir. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.