Fréttir af aðalfundi

Það eru sannarlega undarlegir tímar, tímar þar sem hið venjubundna færist til og óvissa ríkir. Vegna stöðunar, veldisvaxtar kórónuveirunnar þurfum við að fresta aðalfundi. Það verður ekki aðalfundur í október eins og vant er.
Við bíðum átekta og vonum að raunin verði önnur í nóvember.

Farið vel með ykkur kæru félagar, gætið að persónulegum smitvörnum og gefið ykkur stundir til að næra andann. Það er okkar hvatning að við sameinumst í morgunbæn hvers dags og biðjum fyrir lausn inn í ástandið og bata þeirra sem veikjast, biðjum fyrir heilbrigðisfólki sem er undir miklu álagi, fyrir aðstandendum og öðrum sem eru óttaslegin vegna Covid 19. 

Megi okkar algóði Guð vernda og blessa okkur öll.

Fyrir hönd stjórnar,
Díana Ósk

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.