Gleðilegt nýtt ár!

Kæri félagi KFH nú er árið á enda.

Þetta hefur verið einstakt ár þar sem við höfum ekki náð að koma saman eins og áður. Félagsfundir og súpusamfélagið hefur verið í hvíld og stjórnarfundir hafa verið haldnir á netinu. Aðalfundur félagsins var settur á bið þar til við getum komið saman og látum við vita um leið og sóttvarnarteymið gefur grænt ljós á samkomur.

Nú sem fyrr hefur verið mikil þörf á bænastundum. Enda hefur bænalíf okkar ekki riðlast eða verið stoppað vegna kórónuveirunnar. Við höfum lagt kapp á að minna á sameiginlegar bænastundir þar sem við höfum beðið sérstaklega fyrir heilbrigðiskerfinu, öllu því fólki sem þarf á þjónustu þess að halda og öllu heilbrigðisstarfsfólki. Við höfum einnig beðið fyrir félaginu okkar og þeim farvegi sem Guð hefur fyrir það.

Á árinu náðist að klára verkefnið sem við unnum að með Biblíufélaginu, að gerð bænadisksins (minnislykilsins). Við erum þakklát fyrir það ferli og þann ávöxt og hlökkum til að sjá bænastundirnar komast í loftið.

Við höldum áfram að biðja, biðjum án afláts og treystum okkar himneska föður fyrir landinu okkar og öllu okkar fólki og þökkum fyrir allar góðar gjafir og allt það góða sem hefur áunnist.

Um leið og við kveðjum árið þá þökkum við fyrir það sem liðið er og tökum fagnandi á móti nýju ári og nýjum áskorunum og óskum ykkur farsældar á árinu 2021.

Legg allt þitt í hendur Guðs sem mun vel fyrir sjá!

Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.
Jóh. 14.27
Hann sagði: Ég elska þig, Drottinn, styrkur minn. Drottinn, bjarg mitt og vígi, frelsari minn, Guð minn, hellubjarg mitt, þar sem ég leita hælis, skjöldur minn og horn hjálpræðis míns, háborg mín.
Sálmarnir 18.2-3

F.h. stjórnar,
Díana Ósk Óskarsdóttir, formaður.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.