Kæru félagar Kristilegs félags heilbrigðisstétta, nú viljum við bjóða til félagsfundar mánudaginn 28. september 2020, kl. 17:00 í sal Kristniboðssambandsins við Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík.
Séra Ingólfur Hartvigsson mun leiða okkur í bæn og flytja erindi um mikilvægi þess að sinna og mæta andlegri- tilfinningalegri og trúarlegri þörf einstaklinga innan heilbrigðisstofnana.
Séra Pétur Þorsteinsson mætir með gítarinn.
Farið verður eftir Covid-19 tilmælum sóttvarnarteymis og landlæknis.
Boðið verður upp á kaffi.
Verið öll innilega velkomin sem og öll þau sem hafa áhuga á starfi félagsins.
Kveðja stjórnin.