Gleðilega páska

Það er góður dagur í dag. Sólin skín, vetur undirbýr sig að kveðja og allt í kringum okkur má sjá ummerki þess að lífið fari að kvikna að nýju. Nú er sigurhátíð – stærsta hátíð okkar sem erum kristin. Við fögnum lífinu. Föstudagurinn langi er liðinn, Drottinn er búinn að sigra dauðann – Jesús er upprisinn.

Það tekur okkur mörg góða stund að meðtaka skilaboðin og átta okkur á þessum mikla sigri – fréttunum um hið eilífa líf.
Gefum okkur stund og meðtökum það sem Drottinn hefur fyrir okkur.
Þökkum og fögnum.

Sr. Díana Ósk Óskarsdóttir

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.