Kæri félagi,við sendum okkar bestu óskir um Gleðileg jól til þín og þinna.
Megi Drottinn blessa ykkur með friði, kærleika og sátt yfir jólin.
Vers vikunnar:
„Verið óhræddir, því, sjá, ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs.“ (Lúk 2.10b.11)
Bæn dagsins:
Drottinn Guð, gjafari allra góðra hluta, og upphaf gleðinnar. Með fæðingu Jesúbarnsins sendir þú bjartan geisla inn í myrkur jarðar. Gef að þetta ljós lýsi einnig hjá okkur. Lát það geisla í öllu sem við gerum, svo að við megum tigna þig og tilbiðja að eilífu. Amen.
Jólakveðja, f.h. stjórnar,
Díana Ósk Óskarsdóttir