Það er góður dagur í dag. Sólin skín, vetur undirbýr sig að kveðja og allt í kringum okkur má sjá ummerki þess að lífið fari að kvikna að nýju. Nú er sigurhátíð – stærsta hátíð okkar sem erum kristin. Við fögnum lífinu. Föstudagurinn langi er liðinn, Drottinn er búinn að sigra dauðann – Jesús er upprisinn.
Það tekur okkur mörg góða stund að meðtaka skilaboðin og átta okkur á þessum mikla sigri – fréttunum um hið eilífa líf.
Gefum okkur stund og meðtökum það sem Drottinn hefur fyrir okkur.
Þökkum og fögnum.
Sr. Díana Ósk Óskarsdóttir