Aðalfundur félagsins var haldinn mánudaginn 21. október 2019 að Háaleitisbraut 58-60.
Fundarstjóri var Álfheiður Árnadóttir og fundarritari Fritz Már Jörgensson.
Díana Ósk setti fundinn með bæn og lestri úr Filippíbréfinu.
Fritz Már las fundargerð síðasta aðalfundar sem var samþykkt.
Díana Ósk las skýrslu stjórnar fyrir síðasta starfsár og þar kom fram að stjórnin kom saman fjórum sinnum á árinu og haldnir voru tveir félagsfundir.
Reikningar félagsins lagðir fram og þeir samþykktir.
Umræður voru um framtíð félagsins, mikilvægi bænabæklinga, kynningu á félaginu, sunnudagstexta sem settir eru inn á fésbókarsíðu félagsins og margt annað gagnlegt.
Úr stjórn gekk Sylvía Magnúsdóttir. Álfheiður Árnadóttir, Guðný Valgeirsdóttir og Ingigerður Anna Konráðsdóttir kláruðu tímabil sitt og gáfu sig fram til áframhaldandi setu.
Í nýrri stjórn eru:
Álfheiður Árnadóttir
Díana Ósk Óskarsdóttir, formaður
Eva Kristín Hreinsdóttir, varaformaður
Fritz Már Jörgenson Berndsen, ritari
Guðný Valgeirsdóttir
Ingigerður Anna Konráðsdóttir, gjaldkeri
Margrét Albertsdóttir
Endurskoðendur verða áfram Theodóra Reynisdóttir og Bernharður Guðmundsson
Eftir fundinn var súpusamfélag og samvera fundarmanna heima hjá Pétri Þorsteinssyni sem færði félaginu höfðinglega gjöf.