Aðalfundur 2018

Aðalfundur félagsins var haldinn mánudaginn 29. október 2018 að Háaleitisbraut 58-60.
Fundarstjóri var Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir og fundarritari Álfheiður Árnadóttir.

Guðlaug Helga las skýrslu stjórnar fyrir síðasta starfsár og þar kom fram að engir almennir félagsfundir voru haldnir á árinu.
40 ára afmælishátíð var haldin 20. mars í safnaðarheimili Háteigskirkju sem tókst mjög vel og var vel sótt.
Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og samþykkt.
Reikningar félagsins lagðir fram og þeir samþykktir.
Fráfarandi formaður Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir þakkaði fyrir samstarfið gegnum árin.
Ræddi hún framtíð félagsins og fagnaði nýjum félögum í stjórn og óskaði þeim velfarnaðar í starfi.
Fráfarandi stjórnarmönnum voru færðar þakkir og gjafir fyrir frábært og óeigingjarnt starf í þágu félagsins.

Úr stjórn gengu Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir fomaður,  Anna Ólafía Sigurðardóttir varaformaður og Guðný Jónsdóttir.

Í nýrri stjórn eru:

Álfheiður Árnadóttir
Díana Ósk Óskarsdóttir, formaður
Eva Kristín Hreinsdóttir, varaformaður
Fritz Már Jörgenson Berndsen, ritari  
Guðný Valgeirsdóttir
Ingigerður Anna Konráðsdóttir, gjaldkeri
Silvía Magnúsdóttir

Endurskoðendur verða áfram Theodóra Reynisdóttir og Bernharður Guðmundsson

Eftir fundinn var súpusamfélag og samvera fundarmanna.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.