Félagsfundur KFH mánudaginn 30. nóvember í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, kl. 17.00.
Efni fundarins: ,,Biblían sem andleg næring“.
Ragnhildur Ásgeirsdóttir, djákni og framkvæmdastjóri Hins íslenska Biblíufélags hefur umsjón með efni fundarins en Biblíufélagið fagnar 200 ára afmæli á þessu ári.
Súpa og samfélag í lok fundar.
Félagsfólk er hvatt til að koma og að taka með sér gesti.
Jólakort félagsins verða til sölu á fundinum.