Að láta gott af sér leiða. Hugsjón – Köllun – Ævintýraþrá.
,,Að sjá og upplifa gleðina við það að fá að afhenda börnum jólagjafir“
Á næsta félagsfundi KFH mánudaginn 27. janúar nk. verður kynning á verkefninu ,,Jól í skókassa“ sem var framkvæmt í tíunda sinn síðastliðið haust.
Soffía Magnúsdóttir, sálfræðinemi og Salvar Geir Guðgeirsson, guðfræðingur fjalla um verkefnið og segja frá ferð sinni til Úkraínu þar sem þau heimsóttu m.a. barnasjúkrahús og afhentu börnum gjafir frá ,,Jól í skókassa“ á Íslandi.
Upphafsorð og bæn: Laura Scheving Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur.
Hugvekju flytur Salvar Geir Guðgeirsson.
Gleðisveitin syngur og leikur.
Súpa og samvera í lok fundar.
Allir eru velkomnir á félagsfundi KFH sem eru haldnir að Háaleitisbraut 58-60.