Styrktarsjóður Kristilegs félags heilbrigðisstétta (KFH). Umsóknarfrestur til 20. janúar 2017

Styrktarsjóður Kristilegs félags heilbrigðisstétta (KFH)

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Styrktarsjóði KFH til verkefna sem tengjast markmiðum Kristilegs félags heilbrigðisstétta. Styrktarsjóður KFH var stofnaður árið 2009 til minningar um Vigdísi Magnúsdóttur, hjúkrunarforstjóra og formann KFH um árabil. Kristilegt félag heilbrigðisstétta var hugsjón Vigdísar og hún vann ótrauð á vettvangi félagsins að meginmarkmiðum þess að efla kristna trú og styðja heilbrigðisstarfsfólk og vekja til vitundar um andlegar og trúarlegar þarfir sjúklinga og fjölskyldna þeirra.

Tilgangur styktarsjóðs KFH er að styrkja verkefni sem eru í anda félagsins og í samræmi við lög þess. Markmið KFH hefur að jafnaði verið að styðja og efla andlega og trúarlega þjónustu, sálgæslu innan heilbrigðisþjónustunnar og efla fræðslu heilbrigðisstarfsfólks um málefni er varða andlegar og trúarlegar þarfir. Við mat á umsóknum er miðað við hversu vel verkefni sem sótt er um fellur að tilgangi sjóðsins og markmiðum félagsins.

Umsóknarfrestur vegna styrkveitinga úr sjóðnum er til og með 20. janúar 2017.  Skriflegar umsóknir skal senda til KFH á netfangið kfh@kfh.is. Áætlað er að úthlutun fari fram í byrjun árs 2017.

Í umsókn þarf að koma fram:

 • Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.
  Helstu atriði úr náms- og starfsferli umsækjanda.
  Heiti verkefnis og markmið.
  Lýsing á verkefni, þar sem meðal annars kemur fram hvernig það fellur að hugsjón og markmiðum KFH (um 500 orð).
  Stutt og hnitmiðuð lýsing á verkefninu, sem nýta má til almennrar umfjöllunar og kynningar, hljóti verkefnið styrk (um 100 orð).
  Tímaáætlun verkefnis, hvenær áætlað sé að verkefnið sé hálfnað og hvenær því verður lokið.
  Upplýsingar um samstarfsaðila við gerð verkefnis, ef um ræðir.
  Fjárhagsáætlun verkefnisins.
  Upplýsingar um annan fjárhagslegan stuðning við verkefnið, ef við á.

Auglysing Juni 2016

Þessi færsla var birt undir Andlegar og trúarlegar þarfir, Styrktarsjóður, Vigdís Magnúsdóttir. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.