Næsti félagsfundur verður mánudaginn 21. mars nk. í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, kl. 17.00.
Efni fundarins: Kyrrðarstarf í Skálholti fyrr og nú. Sr. Halldór Reynisson, starfandi rektor í Skálholti, greinir frá þessu merka starfi og ræðir um framtíðarsýn í kyrrðarstarfi.
Halldór kynnir einnig bænabandið og leiðir fundargesti í æfingu í notkun þess.
Súpa, brauð og samfélag í lok dagskrár.
Allir hjartanlega velkomnir og takið óhikað gesti með á fundinn.
Stjórn KFH