Dr. theol. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir sjúkrahúsprestur og formaður KFH skrifar hugleiðingu í nýtt tölublað Kristniboðsfrétta.
Í grein sinni skrifar Guðlaug Helga um þjónustu presta á sjúkrahúsi og segir m.a.
,Fyrirmyndin að sjúkrahúsprestsþjónustunni er sótt til Jesú Krists. Hann mætti og sinnti samferðafólki sínu og þeim sem leituðu til hans á persónulegan og kærleiksríkan hátt. Jesús kom fram við hverja manneskju sem einstaka sköpun Guðs, hann gerði engan mannamun, gaf hverjum þann tíma sem viðkomandi þarfnaðist og mætti þörfum hvers og eins.“
Greinin er aðgengileg á síðu SÍK hér.