Mánudaginn 9. febrúar heldur Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir fyrirlestur í boði Guðfræðistofnunar í stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 11:40.
Yfirskrift fyrirlestursins er: Úr djúpinu – Sálgæsla og líknarþjónusta. Í erindi sínu fjallar Guðlaug Helga um hugmyndafræði líknarmeðferðar og hvernig sálgæsla er iðkuð innan líknarþjónustunnar. Fjallað verður um andlega, trúarlega og tilvistarlega þætti og birtingarmyndir þeirra hjá fólki sem þáði líknarmeðferð á Íslandi á ákveðnu tímabili. Hið andlega svið tilverunnar er flókið, einstaklingsbundið og endurspeglast í viðhorfum sem skírskota til trúarlegrar og andlegrar reynslu. Megináhersla guðfræðinnar í samhengi líknarþjónustunnar er að mæta margbrotnum andlegum, trúarlegum og tilvistarlegum þörfum. Sálgæslan felur í sér samfylgd við lok lífs þar sem mikilvægi heildrænnar umönnunar er ítrekað en hún einkennist af umhyggju, virðingu og nærveru.
Sjá nánari upplýsingar hér:
http://www.hi.is/vidburdir/fyrirlestur_ur_djupinu_salgaesla_og_liknarthjonusta