Félagsfundir KFH haustið 2013 og vorið 2014

Félagsfundir KFH veturinn 2013-2014

í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60 kl. 17:00 – 19:00. Súpa og brauð í lok funda.

Efni fundanna í vetur: Að láta gott af sér leiða. Hugsjón – Köllun – Ævintýraþrá.

Mánudagur 28. október. Aðalfundur. Venjuleg aðalfundarstörf. Hugvekju flytur Jón Jóhannsson, djákni og stjórnarmaður í stjórn KFH.

Mánudagur 18. nóvember. Að láta gott af sér leiða – Á erlendum vettvangi. Upphafsorð og bæn: Bergþóra Baldursdóttir sjúkraþjálfari. Rósa Björk Þórólfsdóttir og Júlíus Kristjánsson, læknanemar, segja frá námsdvöl á spítölum í Malawi. Hugvekju flytur Rósa Björk Þorbjarnardóttir, fyrrverandi endurmenntunarstjóri.

Mánudagur 27. janúar. Að láta gott af sér leiða – Ferð til Úkraínu á vegum verkefnisins “Jól í skókassa.” Upphafsorð og bæn: Laura Schev. Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur. Soffía Magnúsdóttir, sálfræðinemi og Salvar Geir Guðgeirsson, guðfræðingur fjalla um “Jól í skókassa.” Hugvekju flytur Salvar Geir Guðgeirsson. Gleðisveitin syngur og leikur.

Mánudagur 24. febrúar. Að láta gott af sér leiða – Orð, krydd og krásir. Upphafsorð og bæn Ásgeir B. Ellertsson, dr. med. Sr. Sigrún Óskarsdóttir ræðir efnið. Hugvekja: Sr. Sigrún Óskarsdóttir.

Mánudagur 24. mars. Trú, von og kærleikur skapa Samskiptaboðorðin. Upphafsorð og bæn: Sr. Vigfús Þór Ingvarsson. Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir hjúkrunarfræðingur segir frá Samskiptaboðorðunum. Hugvekju flytur Margrét Albertsdóttir, félagsráðgjafi.

Mánudagur 28. apríl. Að láta gott af sér leiða – Á erlendum vettvangi og heima.

Kristniboðsfundur. Upphafsorð og bæn: Margrét Hróbjartsdóttir, hjúkrunarfræðingur og kristniboði. Kristniboðarnir Helga Vilborg Sigurjónsdóttir og Kristján Þór Sverrison segja frá verkefnum sínum heima og erlendis. Hugvekju flytur Kristján Þór Sverrisson. Söngur: Helga Vilborg Sigurjónsdóttir.

Sjá nánar í fréttabréfi KFH haustið 2013 (pdf).

Vatn-Himinn

Þessi færsla var birt undir Félagsfundir. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.