Félagsfundur KFH mánudag 25. febrúar kl. 17:15
Efni fundarins er andleg- og trúarleg þjónusta í velferðarþjónustunni hér á landi.
Erindi flytur Gísli Páll Pálsson, forstjóri á hjúkrunarheimilinu Mörk og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Hugvekju flytur Svanhildur Blöndal, prestur hjá Hrafnistu dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra sjómanna.
Fundurinn er í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60.
Súpa og samfélag að loknum fundi
Allir velkomnir