Aðalfundur KFH mánudaginn 29. október kl. 17:15 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60

Vetrarstarf KFH hefst mánudaginn 29. október kl. 17:15 með aðalfundi félagsins.  Venjuleg aðalfundarstörf;  umræða um skýrslu stjórnar, reikninga félagsins og kosning til embætta félagsins. Hugvekju flytur Álfheiður Árnadóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Súpa og samvera í lok fundar. Allir velkomnir.

Félagsfundir KFH veturinn 2012-2013 verða haldnir í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60 kl. 17:15 – 19:00.  Súpa og brauð í lok funda við vægu verði.

Umfjöllunarefni í vetur: Vægi andlegrar og trúarlegrar þjónustu í velferðarþjónustu.

Mánudagur 26. nóvember. Erindi og hugvekju flytur biskup Íslands, frú Agnes  M. Sigurðardóttir.

Mánudagur 28. janúar. Erindi: Lára Björnsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar. Hugvekju flytur Guðrún Dóra Guðmannsdóttir, hjúkrunarfræðingur í öldrunarþjónustu Landspítala.

Mánudagur 25. febrúar. Erindi: Gísli Páll Gíslason, forstjóri á hjúkrunarheimilinu  Mörk og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hugvekju flytur Svanhildur Blöndal,  prestur hjá Hrafnistu dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra sjómanna.

Mánudagur 25. mars. Erindi: Tómas Guðbjartsson yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands. Hugvekju flytur Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og lektor við Háskóla Íslands.

Mánudagur 29. apríl. Kristniboðsfundur. Guðrún Margrét Pálsdóttir formaður ABC segir frá starfi ABC barnahjálparinnar í fjölmörgum löndum og flytur hugvekju.

Allir eru velkomnir á félagsfundi KFH. Súpa og samvera í lok funda.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.