Aðalfundur KFH mánudaginn 29. október kl. 17:15 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60

Vetrarstarf KFH hefst mánudaginn 29. október kl. 17:15 með aðalfundi félagsins.  Venjuleg aðalfundarstörf;  umræða um skýrslu stjórnar, reikninga félagsins og kosning til embætta félagsins. Hugvekju flytur Álfheiður Árnadóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Súpa og samvera í lok fundar. Allir velkomnir.

Félagsfundir KFH veturinn 2012-2013 verða haldnir í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60 kl. 17:15 – 19:00.  Súpa og brauð í lok funda við vægu verði.

Umfjöllunarefni í vetur: Vægi andlegrar og trúarlegrar þjónustu í velferðarþjónustu.

Mánudagur 26. nóvember. Erindi og hugvekju flytur biskup Íslands, frú Agnes  M. Sigurðardóttir.

Mánudagur 28. janúar. Erindi: Lára Björnsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar. Hugvekju flytur Guðrún Dóra Guðmannsdóttir, hjúkrunarfræðingur í öldrunarþjónustu Landspítala.

Mánudagur 25. febrúar. Erindi: Gísli Páll Gíslason, forstjóri á hjúkrunarheimilinu  Mörk og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hugvekju flytur Svanhildur Blöndal,  prestur hjá Hrafnistu dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra sjómanna.

Mánudagur 25. mars. Erindi: Tómas Guðbjartsson yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands. Hugvekju flytur Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og lektor við Háskóla Íslands.

Mánudagur 29. apríl. Kristniboðsfundur. Guðrún Margrét Pálsdóttir formaður ABC segir frá starfi ABC barnahjálparinnar í fjölmörgum löndum og flytur hugvekju.

Allir eru velkomnir á félagsfundi KFH. Súpa og samvera í lok funda.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.