Félagsfundir KFH eru haldnir í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60 þá mánudaga sem þeir eru auglýstir kl. 17:00 – 19:00. Boðið er upp á súpu og brauð í lok funda.
Félagsfundir KFH árið 2019
Mánudagur 11. mars. Upphafsorð og bæn: Díana Ósk Óskarsdóttir, sjúkrahúsprestur. Gítar og söngur: Pétur Þorsteinsson, sóknarprestur.
Félagsfundir KFH veturinn 2014-2015
Umfjöllunarefni í vetur: Rannsóknir í þágu klínískrar þjónustu.
Mánudagur 24. nóvember.Upphafsorð og bæn: Herdís Ástráðsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Gagnreynd þekking og gildi hennar í klínísku starfi. Erindi: Dr. Hrund Sch. Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur. Hugvekju flytur sr. Valgeir Ástráðsson. Gleðisveitin sér um tónlistarflutning.
Mánudagur 26. janúar. Upphafsorð og bæn: Guðný Valgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Líknarþjónusta og sálgæsla. Erindi: Dr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjúkrahúsprestur. Hugvekju flytur Björg Þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur og söngkona. Tónlistarflutning annast Björg Þórhallsdóttir og Hilmar Örn Agnarsson, organisti.
Mánudagur 23. febrúar. Upphafsorð og bæn: Bergþóra Baldursdóttir, sjúkraþjálfari. Gæði þjónustu við aldraða og andleg líðan þeirra. Erindi: Dr. Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun. Hugvekju flytur sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson, sjúkrahúsprestur.
Mánudagur 23. mars. Upphafsorð og bæn: Álfheiður Árnadóttir, hjúkrunarfræðingur. Samtal um dauða og sorg: Frá hlið íslenskra karlmanna. Erindi: Dr. Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur. Hugvekju flytur Fjóla Haraldsdóttir, djákni, Mörk hjúkrunarheimili.
Mánudagur 27. apríl.Upphafsorð og bæn: Jón Jòhannsson, djákni. Pílagrímaganga á Jakobsvegi. Erindi: Egill Friðleifsson, tónlistarkennari og kórstjóri. Hugvekju flytur Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Dagskrá félagsfunda KFH veturinn 2011-2012
Mánudagur. 24. október. Aðalfundur. Venjuleg aðalfundarstörf. Hugvekju flytur séra Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, formaður KFH.
Mánudagur 21. nóvember. Vægi andlegrar og trúarlegrar þjónustu. Björn Zoëga, forstjóri Landspítala fjallar um efnið. Hugvekja: Rannveig Sigurbjörnsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Mánudagur 30. janúar. Andleg og trúarleg þjónusta – áherslur stjórnvalda.
Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri hjá Velferðarráðuneytinu fjallar um efnið. Hugvekja: Þórdís Klara Ágústsdóttir, ljósmóðir Landspítala.
Mánudagur 27. febrúar. Viðhorf mitt til andlegrar og trúarlegrar þjónustu á heilbrigðisstofnunum. Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Hugvekja: Birna Gerður Jónsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur Landspítala.
Mánudagur 12. mars. Andleg og trúarleg þjónusta á heilbrigðisstofnunum – áherslur landlæknisembættis. Geir Gunnlaugsson, landlæknir. Hugvekja: Laura Scheving Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu.
Mánudagur 23. apríl. Vatn og heilsa. Fundur um hjálparstarf á erlendum vettvangi. Bjarni Gíslason, fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar fjallar um efnið og flytur hugvekju.