Styrktarsjóður KFH

Styrktarsjóður Kristilegs félags heilbrigðisstétta (KFH)

Styrktarsjóður KFH var stofnaður árið 2009 til minningar um Vigdísi Magnúsdóttur, hjúkrunarforstjóra og formann KFH um árabil. Kristilegt félag heilbrigðisstétta var hugsjón Vigdísar og hún vann ótrauð á vettvangi félagsins að meginmarkmiðum þess að efla kristna trú og styðja heilbrigðisstarfsfólk og vekja til vitundar um andlegar og trúarlegar þarfir sjúklinga og fjölskyldna þeirra.

Tilgangur styktarsjóðs KFH er að styrkja verkefni sem eru í anda félagsins og í samræmi við lög þess. Markmið KFH hefur að jafnaði verið að styðja og efla andlega og trúarlega þjónustu, sálgæslu innan heilbrigðisþjónustunnar og efla fræðslu heilbrigðisstarfsfólks um málefni er varða andlegar og trúarlegar þarfir. Við mat á umsóknum er miðað við hversu vel verkefni sem sótt er um fellur að tilgangi sjóðsins og markmiðum félagsins.

Merki KFH

Lógó Kristilegs Félags Heilbrigðisstétta