Gleðilegt sumar

Kristilegt félag heilbrigðisstétta óskar ykkur öllum gleðilegs sumar með kærum þökkum fyrir veturinn. Megi sumarið færa ykkur gleði og góðar stundir í leik og starfi.

 

 

 

 

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Myndir frá 40 ára afmæli KFH 20. mars 2018

40 ára afmælishátíð KFH var haldin 20. mars 2018 í Safnaðarheimili Háteigskirkju.

Hátíðin var vel sótt og heppnuð eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

40 ára afmæli KFH- Hátíðarveisla 20. mars nk.

boðskort 40 ára afmæli KFH

Í tilefni af 40 ára afmæli KFH er þér/ykkur ásamt gestum boðið til hátíðarveislu í safnaðarheimili Háteigskirkju 20 mars nk. kl. 16.30-18.30.

Dagskrá:

Ávörp:

Dr. theol. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjúkrahúsprestur, formaður KFH

Guðrún Dóra Guðmannsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun á LSH og sr. Magnús Björnsson, sóknarprestur

Laura Sch. Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu

Tónlist:

Ragnheiður Sara Grímsdóttir, söngkona syngur einsöng

Tómas Jónsson leikur á píanó

Boðið verður upp á hátíðarveitingar og góða samveru.

Hlökkum til að fagna með ykkur. Stjórn KFH

 

Birt í KFH | Færðu inn athugasemd

Aðalfundur 30. október 2017 kl. 17:00

Aðalfundur KFH verður mánudaginn 30. október kl. 17.00

á heimili ritara, Álfheiðar Árnadóttur,

Dynskógum 7, 109 Reykjavík.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Veitingar í boði félagsins að aðalfundi loknum.

Félagsfólk er hvatt til að mæta á aðalfundinn.

 

Fréttabréf félagsins 2017-2018 er komið út.

https://kfh.is/wp-content/uploads/2017/10/FrettabrefKFH2017.pdf

Birt í Félagsfundir | Færðu inn athugasemd

Ath. – Heimsóknin í Skálholt fellur því miður niður

Ath. Heimsóknin í Skálholt fellur því miður niður

Mánudaginn 24. apríl skipuleggur KFH heimsókn í Skálholt.

Dagskrá í Skálholti er í umsjón sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar, vígslubiskups.

Mæting er á Háaleitisbraut 58-60 kl. 15.45.

Brottför kl. 16.00.

Heimkoma áætluð kl. 22.00.

Verð kr. 5000 (rúta, leiðsögn og kvöldverður).

Félags menn eru hvattir til að koma og taka með sér gesti.

Skráning fer fram á netfanginu kfh@kfh.is eigi síðar en föstudaginn 21. apríl 2017.

Birt í Félagsfundir, Skálholt | Færðu inn athugasemd

Heimsókn KFH á Mosfell í Mosfellsdal mánudaginn 27. mars kl. 17, mæting við kirkjuna

Mánudaginn 27.mars er skipulögð heimsókn félagsfólks KFH á Mosfell í Mosfellsdal.

Mæting kl. 17.00 í kirkjuna. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir, sóknarprestur, tekur á móti hópnum.

Helgistund í umsjá KFH félaga.

Veitingar eftir kirkjusamveru í safnaðarheimili  Mosfellssóknar, Þverholti 3, Mosfellsbæ.

Hlökkum til að sjá ykkur

Kær kveðja

Stjórn KFH

 

 

Birt í Félagsfundir, Mosfell | Færðu inn athugasemd

Félagsfundur KFH mánudaginn 27. febrúar í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði

Félagsfundur KFH mánudaginn 27. febrúar kl. 17.

Heimsókn í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Mæting kl. 17.00 í kirkjuna.

Sr. Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur flytur erindi um altaristöflu kirkjunnar.

Helgistund í umsjá sr. Braga og safnaðarfólks.

Súpa og brauð í lok fundar.

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og að taka með sér gesti.

Ljósmyndir af altaristöflu Víðistaðakirkju teknar af:

http://www.kirkjan.net/mynd/kirksidur/kjal.htm

http://www.ruv.is/frett/tifalda-styrk-i-vidgerdir-a-freskum-baltasars

 

 

 

Birt í Félagsfundir | Færðu inn athugasemd

Mánudagur 30. janúar. Örþing. Yfirskrift: KFH í nútíð og framtíð.

Örþing. Yfirskrift: KFH í nútíð og framtíð.

Mánudagur 30. janúar kl. 17.

Framsögu hafa: Anna Stefánsdóttir, fv. framkvæmdastjóri hjúkrunar, Jón Jóhannsson, djákni og Margrét Hákonardóttir, hjúkrunarfræðingur.

Umræður í hópum.

Staður: Háaleitisbraut 58-60, kl. 17.

Súpa og samfélag að loknum fundum.

Áhugasamir hvattir til að mæta.

 

Birt í Félagsfundir, KFH | Færðu inn athugasemd

Styrktarsjóður Kristilegs félags heilbrigðisstétta. Opið fyrir umsóknir til og með 20. janúar 2017

Styrktarsjóður Kristilegs félags heilbrigðisstétta (KFH)

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Styrktarsjóði KFH til verkefna sem tengjast markmiðum Kristilegs félags heilbrigðisstétta. Styrktarsjóður KFH var stofnaður árið 2009 til minningar um Vigdísi Magnúsdóttur, hjúkrunarforstjóra og formann KFH um árabil. Kristilegt félag heilbrigðisstétta var hugsjón Vigdísar og hún vann ótrauð á vettvangi félagsins að meginmarkmiðum þess að efla kristna trú og styðja heilbrigðisstarfsfólk og vekja til vitundar um andlegar og trúarlegar þarfir sjúklinga og fjölskyldna þeirra.

Tilgangur styktarsjóðs KFH er að styrkja verkefni sem eru í anda félagsins og í samræmi við lög þess. Markmið KFH hefur að jafnaði verið að styðja og efla andlega og trúarlega þjónustu, sálgæslu innan heilbrigðisþjónustunnar og efla fræðslu heilbrigðisstarfsfólks um málefni er varða andlegar og trúarlegar þarfir. Við mat á umsóknum er miðað við hversu vel verkefni sem sótt er um fellur að tilgangi sjóðsins og markmiðum félagsins.

Umsóknarfrestur vegna styrkveitinga úr sjóðnum er til og með 20. janúar 2017. Skriflegar umsóknir skal senda til KFH á netfangið kfh@kfh.is.  Áætlað er að úthlutun fari fram á fyrri hluta árs 2017.

Í umsókn þarf að koma fram:

  • Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.
  • Helstu atriði úr náms- og starfsferli umsækjanda.
  • Heiti verkefnis og markmið.
  • Lýsing á verkefni, þar sem meðal annars kemur fram hvernig það fellur að hugsjón og markmiðum KFH (um 500 orð).
  • Stutt og hnitmiðuð lýsing á verkefninu, sem nýta má til almennrar umfjöllunar og kynningar, hljóti verkefnið styrk (um 100 orð).
  • Tímaáætlun verkefnis, hvenær áætlað sé að verkefnið sé hálfnað og hvenær því verður lokið.
  • Upplýsingar um samstarfsaðila við gerð verkefnis, ef um ræðir.
  • Fjárhagsáætlun verkefnisins.
  • Upplýsingar um annan fjárhagslegan stuðning við verkefnið, ef við á.

auglysing-styrktar-til-20-januar-2017

 

Birt í Styrktarsjóður, Vigdís Magnúsdóttir | Færðu inn athugasemd

Aðalfundur 31. október kl. 17 að Háaleitisbraut 58-60

Aðalfundur KFH verður haldinn 31. október kl. 17 að Háaleitisbraut 58-60.

Efni fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf.

Hugvekju flytur Sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, formaður KFH.

Að fundi loknum er boðið í súpu, brauð og samfélag á heimili Sr. Péturs Þorsteinssonar að Hagamel 50, 107 Reykjavík.

Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna á aðalfundinn og að taka með sér gesti.

Hér er fréttabréf KFH fyrir starfsárið 2016-2017 með upplýsingum um fundi vetrarins.

Nokkrar myndir úr starfi KFH

gjofin fyrirlesarar fundur-fimm-26-1-2015 bylgja-marg adal-marg-gud-nn-jpgkfh-feb2015-1kfh-feb2015-2kfh-feb2015-3kfh-feb2015-4kfh-2-mars-15kfh-mars-15kh-3-april-2016

hop hrund-g kfh-21-3-a kfh-21-3-b kfh-21-3-e kfh-21-3-f kfh-21-3-glaura-margret salur salur1 salur2

Merki KFH

Lógó Kristilegs Félags Heilbrigðisstétta

 

 

Birt í Aðalfundur, Félagsfundir | Færðu inn athugasemd