Félagsfundur mánudaginn 23. mars kl. 17:00 – Dr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur, flytur erindi

Stjórn KFH minnir á félagsfundinn sem haldinn verður mánudaginn 23.mars kl. 17:00 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60.
Álfheiður Árnadóttir  hjúkrunarfræðingur, flytur upphafsorð og bæn.
Dr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur, flytur erindi sem ber yfirskriftina:  Samtal um dauða og sorg: Frá hlið íslenskra  karlmanna. 
Hugvekju flytur Fjóla Haraldsóttir djákni,hjúkrunarheimilnu Mörk.
Súpa og samfélag að dagskrá lokinni.
Verið hjartanlega velkomin og takið óhikað með ykkur gesti.
Stjórn KFH
Krokusar-Fjolublair
Birt í Félagsfundir | Færðu inn athugasemd

Ráðstefnan Listin að deyja í Hátíðasal Háskóla Íslands fimmtudaginn 16. apríl 2015

Háskóli Íslands, Landspítali – háskólasjúkrahús, Krabbameinsfélagið, Þjóðkirkjan, Ný dögun, Læknafélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Lífið – samtök um líknarmeðferð og Hollvinasamtök líknarþjónustu standa fyrir ráðstefnunni Listin að deyja í Hátíðasal Háskóla Íslands fimmtudaginn 16. apríl 2015. Húsið verður opnað kl. 16.30 og kaffi og kleinur í boði áður en dagskrá hefst.

Allir velkomnir – ókeypis Aðgangur

Dagskrá:
17:00-17:05 Setning – Rósa Kristjánsdóttir, djákni og ritari Hollvinasamtaka líknarþjónustu

17:05-17:50 The importance of end of life experiences for living and dying – Peter Fenwick, prófessor emeritus í taugasálfræði

17:50-18:00 Fyrirspurnir

18:00-18:15 Ævispor – Sveinn Kristjánsson kynnir vefinn aevi.is

18:15-19:20 Pallborðsumræður
Andri Snær Magnason rithöfundur
Arndís Jónsdóttir aðstandandi
Jón Ásgeir Kalmsansson heimspekingur
Sólveig Birna Ólafsdóttir sálfræðinemi
Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur
Þórhildur Kristinsdóttir læknir

19:20-19:30 Samantekt og ráðstefnuslit

Fundarstjóri:Ævar Kjartansson

Dagskrá ráðstefnunnar er hér (pdf)

kort4-kross-1024x731

Birt í Ráðstefna | Færðu inn athugasemd

Dagur Sálgæslu á LSH – Mánudaginn 2. mars 2015 kl. 09:00-12:30 í Hringsal

Dagur Sálgæslu á LSH – Sálgæsla presta og djákna á LSH

býður til fræðslu í Hringsal (á tengigangi jarðhæðar barnaspítala Hringsins)

Mánudaginn 2. mars 2015 kl. 09:00-12:30

 „Fjölskyldustuðningur“ stuðningur við fjölskylduna og stuðningur fjölskyldunnar-

Dagskrá:

09:00-09:10     Opnun  María Einisdóttir framkvæmdastjóri geðsviðs

09:10-:09:30    Fylgd eftir andlát  Sr.Bragi Skúlason

09:30-09:50     Frá kynslóð til kynslóðar –fjölskyldan á  erfiðum stundum-  Sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir

09:50-10:10      Fjölskylduvinna á hjartadeild Rósa Kristjánsdóttir djákni

10:10-10:30      Kaffihlé

10:30-10:50      Bráðaþjónusta við aðstandendur Sr.Gunnar Rúnar Matthíasson

10:50-11:1         Stuðningur við aðstandendur á barnasviði Sr. Vigfús Bjarni Albertsson

11:10-11:30       Fjölskyldan í endurhæfingarferli Sr. Eysteinn Orri Gunnarsson

11:30-12:10       Samtal við salinn-fyrirspurnir, umræður

12:10-12:30       Samantekt og lokaorð Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir

Fundarstjóri:  sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson

Allir eru velkomnir

Sálgæsla presta og djákna á LSH

Sjá einnig hér: http://www.landspitali.is/um-landspitala/frettir-og-vidburdir/frett/2015/02/19/Dagur-salgaeslu-a-Landspitala-2.-mars/

VAtn-garur

Birt í Uncategorized | Merkt | Færðu inn athugasemd

Félagsfundur 23. febrúar 2015 – Gæði þjónustu við aldraða og andleg líðan þeirra

Næsti  félagsfundur verður mánudaginn 23. febrúar kl. 17.00 í Kristinsboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60.

Bergþóra Baldursdóttir sjúkraþjálfari flytur upphafborð og bæn.

Dr. Ingibjörg Hjaltadóttir sérfræðingur í öldrunarhjúkrun flytur erindi sem ber yfirskriftina:  Gæði þjónustu við aldraða og andleg líðan þeirra.

Hugvekju flytur sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson.

Súpa og samfélag að dagskrá lokinni.

Verið hjartanlega velkomin og takið með ykkur gesti.

Stjórm KFH

Blagresi

 

Birt í Félagsfundir | Færðu inn athugasemd

Grein Dr. Guðlaugar Helgu Ásgeirsdóttur um Biblíuna á visir.is

Birtum hér afrit af grein Dr. Guðlaugar Helgu Ásgeirsdóttur um Biblíuna  á visir.is sem birtist þar 4. febrúar 2015

B I B L Í A er bókin bókanna. Á orði Drottins er allt mitt traust. B I B L Í A. Biblía. Þessi litli söngur hefur verið sunginn í kristilegu barnastarfi um áratuga skeið. Í einfaldleika sínum undirstrikar hann mikilvægi Biblíunnar sem trúarrit kristni en fyrsta heildarþýðing á ritum Biblíunnar, Guðbrandsbiblía kom út á íslensku árið 1584. Hið íslenska biblíufélag sem hefur það að markmiði að vinna að útgáfu og útbreiðslu Biblíunnar hefur verið starfandi í 200 ár en það var stofnað 10. júlí árið 1815. Ýmsir viðburðir í tilefni afmælisins hafa verið skipulagðir á vegum biblíufélagsins til að minnast þessara merku tímamóta.

Það var á fermingarári mínu sem ég eignaðist mínu fyrstu Biblíu. Ég man enn tilfinninguna þegar ég opnaði fermingargjöfina frá föðurömmu minni og sá rauða fallega bók með gylltu sniði. Biblían var mér þó ekki ókunn. Á yngri árum hafði ég sjálf lesið Barnabiblíur og heillast af hinum ýmsu frásögnum þótt skilningur á þeim hafi vafalítið verið takmarkaður. Ég hafði líka flett Biblíu móður minnar með mikilli lotningu; svarta bókin sem lá á náttborði hennar og ég fann hve skipti hana miklu máli. Ég gleymi seint þeirri tilfinningu þegar ég handlék mína eigin Biblíu í fyrsta sinn. Fremst hafði verið skrautskrifaður texti sem hafði að geyma kveðju frá ömmu minni og það vers úr Biblíunni sem hún hafði einna mestar mætur á úr Filippíbréfinu en þar segir: Verið ávallt glöð í Drottni. Ég segi aftur: Verið glöð. Ljúflyndi ykkar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir ykkar í Kristi Jesú (Fil 4.4-7). Síðan hafa liðið mörg ár og Biblíuna nota ég daglega – bæði í mínu einkalífi og þjónustu sem prestur á sjúkrahúsi. Iðulega er ég beðin um að hafa kveðjustundir við dánarbeð þar sem huggunarorð úr Biblíunni fá að hljóma og farið er með bænavers sem margir hafa lært í bernsku.

Kveðjan frá ömmu minni hefur fylgt mér og mér þykir ótrúlega vænt um hana. Ég hefði seint gert mér í hugarlund hve sú speki sem Biblían hefur að geyma hefur mótað mig og mín lífsgildi og þá sérstaklega orð og athafnir Jesú Krists.

Sjá greinina á: http://www.visir.is/bok-bokanna/article/2015702049993+

Biblia isl

Birt í Blaðagrein | Færðu inn athugasemd

Úr djúpinu – Sálgæsla og líknarþjónusta. Fyrirlestur Dr. Guðlaugar Helgu Ásgeirsdóttur

Mánudaginn 9. febrúar heldur Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir fyrirlestur í boði Guðfræðistofnunar í stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 11:40.

Yfirskrift fyrirlestursins er: Úr djúpinu – Sálgæsla og líknarþjónusta. Í erindi sínu fjallar Guðlaug Helga um hugmyndafræði líknarmeðferðar og hvernig sálgæsla er iðkuð innan líknarþjónustunnar. Fjallað verður um andlega, trúarlega og tilvistarlega þætti og birtingarmyndir þeirra hjá fólki sem þáði líknarmeðferð á Íslandi á ákveðnu tímabili. Hið andlega svið tilverunnar er flókið, einstaklingsbundið og endurspeglast í viðhorfum sem skírskota til trúarlegrar og andlegrar reynslu. Megináhersla guðfræðinnar í samhengi líknarþjónustunnar er að mæta margbrotnum andlegum, trúarlegum og tilvistarlegum þörfum. Sálgæslan felur í sér samfylgd við lok lífs þar sem mikilvægi heildrænnar umönnunar er ítrekað en hún einkennist af umhyggju, virðingu og nærveru.

Sjá nánari upplýsingar hér:

http://www.hi.is/vidburdir/fyrirlestur_ur_djupinu_salgaesla_og_liknarthjonusta

Gudlaug-9-Feb-2015

Birt í Fyrirlestur | Færðu inn athugasemd

Fyrsti félagsfundur ársins 2015 verður 26. janúar kl. 17:00

Fyrsti félagsfundur ársins 2015 verður haldinn mánudaginn 26. janúar kl. 17:00 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60.
Guðný Valgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur, flytur upphafsorð og bæn.
Dr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjúkrahúsprestur, flytur erindi sem ber yfirskriftina: Líknarþjónusta og sálgæsla.
 
Hugvekju flytur Björg Þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur og söngkona.
Tónlistarflutning annast Björg Þórhallsdóttir og Hilmar Örn Agnarsson, organisti.
Súpa og samfélag að dagskrá lokinni.
Verið hjartanlega velkomin og takið óhikað með ykkur gesti.
Stjórn KFH
kfh-05.jpg
Birt í Félagsfundir | Færðu inn athugasemd

Jólakort KFH

Kristilegt félag heilbrigðisstétta gefur um þessar mundir út tvær nýjar tegundir af kortum,
annað er jólakort, hitt alhliða tækifæriskort. Ljósmyndir sem prýða framhlið kortanna eru teknar af listamanninum Kristjáni Frímanni Kristjánssyni. Ágóði af sölu þeirra rennur til Styrktarsjóðs KFH. Kortin er unnt að panta á heimasíðu KFH  og hjá meðlimum stjórnar.

Jólakort. Ritningarstaður inn í jólakortinu er: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Lúk. 2:11. Texti inni í jólakorti: Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Alhliða tækifæriskort. Ritningarstaður inn í tækifæriskortinu er: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun yfir mönnum. Lúk.2:14. Enginn texti er inni í tækifæriskortinu.

Alhliða tækifæriskort

 

 

 

 

 

 

Jólakort KFH

Jólakort KFH

 

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Félagsfundur mánudag 24. nóvember kl. 17-19

Stjórn KFH minnir á næsta félagsfund sem haldinn verður mánudag 24. nóvember kl. 17-19 í Kristniboðssalnum að Háaleitisbraut 58-60.
Upphafsorð og bæn verða í höndum Herdísar Ástráðsdóttur.
Dr. Hrund Sch. Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur, flytur erindi sem ber yfirskriftina: Gagnreynd þekking og gildi hennar í klínisku starfi.
Hugvekju flytur séra Valgeir Ástráðsson.
Gleðisveitin sér um tónlistarflutning.
Nýju jólakortin verða til sölu.
Súpa, brauð og samfélag að dagskrá lokinni.
Kort 6: Jólakort

Tegund 6. Jólakort. Ritningarstaður: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Lúk. 2:11. Texti inni í jólakorti: Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

 

Birt í Félagsfundir | Færðu inn athugasemd

Jólakort og tækifæriskort KFH til sölu

Kristilegt félag heilbrigðisstétta gefur um þessar mundir út tvær nýjar tegundir af kortum,
annað er jólakort, hitt alhliða tækifæriskort. Ljósmyndir sem prýða framhlið kortanna eru teknar af listamanninum Kristjáni Frímanni Kristjánssyni. Ágóði af sölu þeirra rennur til Styrktarsjóðs KFH. Kortin er unnt að panta á heimasíðu KFH  og hjá meðlimum stjórnar.

Jólakort. Ritningarstaður inn í jólakortinu er: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Lúk. 2:11. Texti inni í jólakorti: Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Alhliða tækifæriskort. Ritningarstaður inn í tækifæriskortinu er: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun yfir mönnum. Lúk.2:14. Enginn texti er inni í tækifæriskortinu.

Alhliða tækifæriskort

 

 

 

 

 

 

Jólakort KFH

Jólakort KFH

 

Birt í Kort | Færðu inn athugasemd