Félagsfundur 25. apríl – K. Hulda Guðmundsdóttir fjallar um Pílagríma.

Pílagrímar er yfirskrift næsta félagsfundar KFH mánudaginn 25. apríl kl. 17.

K. Hulda Guðmundsdóttir, formaður Nýrrar Dögunar og meðlimur í félaginu Pílagrímar segir frá pílagrímagöngum og pílagrímaguðfræði.

Súpa, brauð og samfélag í lok dagskrár.

Allir hjartanlega velkomnir og takið óhikað gesti með á fundinn sem er í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60.

Stjórn KFH

Krokusar-Fjolublair

Birt í Félagsfundir, Pílagrímar | Færðu inn athugasemd

Félagsfundur mánudag 21. mars 2016 – Kyrrðarstarf í Skálholti: Sr. Halldór Reynisson

Næsti félagsfundur verður mánudaginn 21. mars nk. í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, kl. 17.00.

Efni fundarins: Kyrrðarstarf í Skálholti fyrr og nú. Sr. Halldór Reynisson, starfandi rektor í Skálholti, greinir frá þessu merka starfi og ræðir um framtíðarsýn í kyrrðarstarfi.

Halldór kynnir einnig bænabandið og leiðir fundargesti í æfingu í notkun þess.

Súpa, brauð og samfélag í lok dagskrár.

Allir hjartanlega velkomnir og takið óhikað gesti með á fundinn.

Stjórn KFH

biskupstvi-skalholt

Birt í Félagsfundir | Færðu inn athugasemd

Hugleiðing Dr. theol. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir í Kristniboðsfréttum um þjónustu presta á sjúkrahúsi

Dr. theol. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir sjúkrahúsprestur og formaður KFH skrifar hugleiðingu í nýtt tölublað Kristniboðsfrétta.
Í grein sinni skrifar Guðlaug Helga um þjónustu presta á sjúkrahúsi og segir m.a.
,Fyrirmyndin að sjúkrahúsprestsþjónustunni er sótt til Jesú Krists. Hann mætti og sinnti samferðafólki sínu og þeim sem leituðu til hans á persónulegan og kærleiksríkan hátt. Jesús kom fram við hverja manneskju sem einstaka sköpun Guðs, hann gerði engan mannamun, gaf hverjum þann tíma sem viðkomandi þarfnaðist og mætti þörfum hvers og eins.“
Greinin er aðgengileg á síðu SÍK hér.
Gudlaug Helga

Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir

Birt í Kristniboð | Færðu inn athugasemd

Næsti félagsfundur er 29. febrúar: Ingunn Björnsdóttir fjallar um kristna íhugun.

Næsti félagsfundur KFH verður mánudaginn 29. febrúar.

Efni fundarins er: Kyrrðarbæn – Centering Prayer.

Ingunn Björnsdóttir ráðgjafi í átröskunarteymi LSH og áfengis- og vímuefnaráðgjafi fjallar um kristna íhugun, kyrrðarbæn og iðkun hennar.

Félagsfundir KFH eru haldnir í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60 og hefjast kl. 17.00.

Súpa og samfélag í lok fundar.

Félagsfólk er hvatt til að mæta og að taka með sér gesti.

Blom Gul Mura

 

Birt í Félagsfundir, Kristin íhugun | Færðu inn athugasemd

Félagsfundur 25. janúar. Kristileg núvitund/árvekni. Laura Sch. Thorsteinsson kynnir.

Næsti félagsfundur KFH verður mánudaginn 25. janúar 2016, kl. 17.

Efni: Kristileg núvitund/árvekni. Laura Sch. Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu kynnir og gefur innsýn í efnið.

Gleðisveitin leikur og syngur

Fundurinn er haldinn að Háaleitisbraut 58-60.

Súpa, brauð og samfélag í lok fundar.

Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna á fundinn og að taka með sér gesti.

Bla blom hvit

 

Birt í Félagsfundir, Laura Sch. Thorsteinsson, Núvitund | Færðu inn athugasemd

Félagsfundur KFH mánudaginn 30. nóvember. ,,Biblían sem andleg næring“. Ragnhildur Ásgeirsdóttir talar.

Félagsfundur KFH mánudaginn 30. nóvember í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, kl. 17.00.

Efni fundarins: ,,Biblían sem andleg næring“.

Ragnhildur Ásgeirsdóttir, djákni og framkvæmdastjóri Hins íslenska Biblíufélags hefur umsjón með efni fundarins en Biblíufélagið fagnar 200 ára afmæli á þessu ári.

Súpa og samfélag í lok fundar.

Félagsfólk er hvatt til að koma og að taka með sér gesti.

Jólakort félagsins verða til sölu á fundinum.

Kort 6: Jólakort

Tegund 6. Jólakort. Ritningarstaður: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Lúk. 2:11. Texti inni í jólakorti: Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Ragnhildur Asgeirsdottir

Ragnhildur Ásgeirsdóttir

Biblia isl

 

Birt í Biblían, Félagsfundir | Færðu inn athugasemd

Aðalfundur KFH verður mánudaginn 26. október kl. 17

Aðalfundur KFH verður mánudaginn 26. október kl. 17 að Háaleitisbraut 58-60.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Hugvekju flytur séra Pétur Þorsteinsson.

Súpa, brauð og samfélag í lok fundar.

Á aðalfundinum verða kort KFH til sölu, m.a. jólakortin.

Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna á aðalfundinn.

Félagsfundirnir í vetur eru kynntir hér í fréttabréfi KFH 2015. 

 

Kort 2: Jökull

Tegund 2. Ritningartexti: Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. — Slm. 121: 1-2

Kort 3: Lambagras

Tegund 3. Ritningartexti: Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. — Slm. 37.5

Kort 4: Kross

Tegund 4. Ritningartexti: Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. “ — Jóh.11:25

Birt í Aðalfundur, Kort | Færðu inn athugasemd

Félagsfundur mánudaginn 27.apríl kl. 17-19 að Háaleitisbraut 58-60.

Stjórn Kristilegs félags heilbrigðisstétta minnir á næsta félagsfund sem haldinn verður mánudaginn 27.apríl kl. 17-19 að Háaleitisbraut 58-60.

Upphafsorð og bæn: Jón Jóhannsson, djákni.

Erindi: Pílagrímaganga á Jakobsvegi: Egill Friðleifsson, tónlistakennari og kórstjóri

Hugvekja: Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Súpa, brauð og samfélag að dagskrá lokinni.

Allir eru hjartanlega velkomnir. Takið gjarnan með ykkur gesti.

Stjórn KFH

Krokusar-Fjolublair

Birt í Félagsfundir, Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Listin að deyja. Ráðstefna í Hátíðasal Háskóla Íslands fimmtudaginn 16. apríl 2015.

Ráðstefna í Hátíðasal Háskóla Íslands fimmtudaginn 16. apríl 2015.

Húsið opnað kl. 16:30, kaffi og kleinur í boði áður en dagskrá hefst.

Allir velkomnir – ókeypis aðgangur.

 Dagskrá:

17:00 – 17:05  Setning.

Rósa Kristjánsdóttir, djákni og ritari Hollvinasamtaka líknarþjónustu.

17:05 – 17:50  The importance of end of life experiences for living and dying.

Peter Fenwick, prófessor emeritus í taugasálfræði.

17:50 – 18:00  Fyrirspurnir.

18:00 – 18:15  Ævispor.

Sveinn Kristjánsson kynnir vefinn aevi.is

18:15 – 19:20  Pallborðsumræður.

Andri Snær Magnason, rithöfundur.

Arndís Jónsdóttir, aðstandandi.

Jón Ásgeir Kalmansson, heimspekingur.

Sólveig Birna Júlíusdóttir, sálfræðinemi.

Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur.

Þórhildur Kristinsdóttir, læknir.

19:20 – 19:30  Samantekt og ráðstefnuslit.

Fundarstjóri: Ævar Kjartansson.

Sjá dagskrá einnig hér.

Listinaddeyja-kerti

Birt í Ráðstefna | Færðu inn athugasemd

Biblían er ekki einungis trúarrit. Biblían er líka grundvallarrit um gildismat og siðfræði. Grein í Fbl. 1. apríl 2015

Sigrún Gunnarsdóttir skrifar um Biblíuna á 200 ára afmæli Hins íslenska Biblíufélags, birt í Frétablaðinu 1. apríl 2015.

Biblían er ekki einungis trúarrit, Biblían er líka grundvallarrit um gildismat og siðfræði. Textar Biblíunnar, ekki síst frásögur Nýja testamentisins, hafa mótað gildismat okkar í þúsund ár. Dæmisögur Jesú eru í senn einföld frásögn og djúp viska um kærleika og virðingu. Sagan af miskunnsama Samverjanum grípur hvern sem er og sannfærir okkur um hvað felst í því að eiga náunga og það sé gott að hjálpa náunganum jafnvel þó við þekkjum hann ekki og hann tilheyri ekki sama hópi og við. Umburðarlyndi og náungakærleikur eru grunnstef Nýja testamentisins sem eru hluti af gildismati og siðgæðisvitund okkar. Allar bækur Biblíunnar eru stórmerkilegar og ég á mér þann draum að þekkja þær allar. Uppáhaldsritin eru nú Nýja testamentið, Sálmarnir og Orðskviðirnir sem eru uppspretta visku og trúarsannfæringar og fjalla líka um tilgang lífsins og tilgang samskipta.

Kærleiksboðorðið snýst um kærleika til Guðs, til sjálfs okkar og til náungans

Sögurnar og orð Jesú taka sér bólfestu í huga og hjarta og verða ekki frá okkur tekin hvað sem á dynur. Í hvert sinn sem við heyrum þessi orð verður skilningurinn dýpri og við sjáum orðin í nýju samhengi. Dæmi um djúpa merkingu orða Jesú er Gullna reglan: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ (Matt 7.12) og Kærleiksboðorðið: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (Matt. 22.37-39).

Kærleiksboðorðið hefur haft veruleg áhrif á mig allt frá því að ég var barn en fyrir um 20 árum opnaðist alveg ný vídd í merkingu seinni hluta boðorðsins: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Þetta gerðist þegar ég var við nám í Danmörku í námskeiði um heimspekinginn og guðfræðinginn Sören Kierkegaard. Einu sinni í lest á leið í skólann las ég texta Kierkegaard um þetta boðorð og hann spyr lesandann hver sé forsenda boðorðsins (forudsætningen). Allt í einu var eins og ljós kviknaði.

Ég hafði aldrei hugsað út í þetta. Hafði þótt þetta fremur einfalt og snúast um það að vera annt um aðra. En forsendan felst sem sagt í orðunum „eins og sjálfan þig“ og Kierkegaard útskýrir að okkur getur ekki verið annt um aðra eins og sjálf okkur nema að við byrjum einmitt á sjálfum okkur. Byrjunin er forsendan og er umhyggja fyrir okkur sjálfum. Þessi túlkun fannst mér allt í einu svo sjálfsögð og einföld en hafði aldrei heyrt þetta sjónarhorn áður eða hugsað út í þessa hlið boðorðsins.

Kærleiksboðorðið snýst um kærleika til Guðs, til sjálfs okkar og til náungans. Túlkun Kierkegaard rímar við áherslur samtímans um jafnvægi sjálfsræktar og sömu ábyrgðar gagnvart náunganum og samfélaginu. Túlkun Kierkegaard er innsýn í djúpa visku Biblíunnar sem er sígild og er fótfesta trúar okkar en ekki síður dýrmæt fótfesta fyrir gildismat og siðfræði.

Grein sem birtist í Frétablaðinu 1. apríl 2015: http://www.visir.is/truarrit-og-grundvallarrit-um-gildismat-og-sidfraedi/article/2015704019859

Birt í Biblían | Færðu inn athugasemd