Næstu fundir KFH (vor 2024)

Fundir KFH eru venjulega síðasta mánudag hvers mánaðar en vegna dymbilvikunnar færist mars fundurinn fram á mánudaginn 8. apríl kl 17.

Aprílfundurinn okkar verður samkvæmt plani 29. apríl

Fundirnir okkar eru haldnir í sal Kristniboðssambandsins að Háaleitisbraut 58-60. Hægt er að hafa samband við stjórnina í gegnum netfangið kfh@kfh.is og einnig er hægt að sjá nýjustu fréttir á Facebook síðu félagsins https://www.facebook.com/kfh.is

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Febrúar 2023

febrúarfundur KFH verður mánudaginn 27. febrúar kl 17 í sal Kristniboðssambandsins SÍK að Háaleitisbraut 58-60. Sveinbjörn Gizurarson prófessor í lyfjafræði verður með erindi um „Vísindi og trú“. Endum samveruna á því að borða saman eins og áður.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Janúar fundur fellur niður vegna veðurs

Kæru félagar,

áður auglýstur fundur þann 30. janúar fellur niður vegna veðurs. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun og ákvað stjórnin því að fella fundinn niður. Auglýsum næsta fund von bráðar.

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Janúar 2023

Fyrsti fundur ársins 2023 verður haldinn mánudaginn 30. janúar kl 17 í sal Kristniboðssambandsins SÍK að Háaleitisbraut 58-60. Vigfús Bjarni Alfreðsson, sjúkrahúsprestur, mun halda erindi um Sálgæslu sem getur nýst heilbrigðisstarfsfólki í starfi. Endum samveruna á því að borða saman eins og áður. Hlökkum til að sjá ykkur!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Jólafundur KFH 2022

Kæru félagar

Jólafundur KFH verður haldinn mánudaginn 28.nóvember kl 17 í Kristniboðssalnum SÍK á Háleitisbraut 58-60. Fjölbreytt dagskrá, jólakræsingar ofl. Hugleiðing að vanda.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Bestu kveðjur,
Stjórn KFH

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Aðalfundur KFH 2022

Aðalfundur KFH verður haldinn mánudaginn 24.oktober kl 17 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60. Mikilvægt er að mæta sem flest og taka þátt og byggja upp félagið okkar. Við biðjum saman fyrir og eftir „aðalfundarstörf“. Pétur Þorsteinsson er svo gestrisinn að bjóða okkur heim til sín í súpu eftir fundinn.Hagamel 50, 107 Rekjavík.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Kærar kveðjur
Stjórn KFH

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Heimsfriður

Kæru félagar KFH,

nú eru sorgartímar vegna innrásar Rússa í Úkraínu og ógn hvílir yfir allri heimsbyggðinni. Nú þurfum við að sameinast í bæn og tendra friðarkerti.

Ég legg til að við sameinumst í bæn á kvöldin kl. 18:15-18:30 hvar sem við erum stödd, þar sem við biðjum um himneskan og jarðneskan frið, biðjum um vernd fyrir öll þau sem eru inni í aðstæðunum og huggun fyrir þau sem eiga ástvini í þessum skelfilegu aðstæðum. Leggjum áherslu á vilja Guðs og lausn sem leiðir til stillingar og friðar.

Ég hvet okkur öll til þess að fylgjast með, treysta Guði og tala út von. Megi Drottinn vera með þér og þínu fólki öllu.

Guð umlyki þig á allar hliðar
varðveiti ljósið í þér og láti myrkrið hverfa.
Guð umlyki þig á allar hliðar
varðveiti friðinn í þér og láti óttan hverfa.

Friðar og kærleikskveðja,
Díana Ósk Óskarsdóttir,
formaður KFH.

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Gleðilegt nýtt ár.

Kæru félagar, megi Drottinn blessa okkar öll og leiða í hverju skrefi á nýju ári.

Í byrjun árs 2022, fer félagið hægt af stað vegna stöðu smita í samfélaginu. Kórónuveiran heldur áfram að taka sitt rými og áhrif hennar snerta félagsstarfið með þeim hætti að stjórnin heldur sína fundi rafrænt og félagsfundir liggja niðri.

Heilbrigðis-starfsfólk og heilbrigðis-kerfið þarf á bænum okkar að halda og því lítum við svo á að það sé dýrmætt hlutverk félagsins að halda bæninni áfram. Það hefur verið mikið álag á heilbrigðisstarfsfólki og stjórnendum innan heilbrigðiskerfisins, veikindin herja á og mörg þurfa að dvelja í sóttkví á meðan önnur leggja meira á sig vegna manneklu í vinnunni. Það gefur því að skilja að þreyta og streita sé farin að segja til sín. Einnig hefur mætt á heilbrigðisstarfsfólki að halda sig til hlés félagslega, þau hafa mörg verið í „búblum“ og sum í mjög stífum „búblum“. Þannig hafa þau verið einangruð og ekki getað nýtt sér þann félagslega stuðning sem annars margt fólk gengur að sem sjálfsögðum hluta lífsins. Stöndum því stöðug í trúnni og í bæninni kæru félagar.

Aðalfundur félagsins var haldinn á liðnu ári og gekk vel. Þar var gott að koma saman loksins og njóta góðra veitinga og yndislegra félaga. Þá var skipuð ný stjórn þar sem við kvöddum bæði Álfheiði Árnadóttur, Guðný Valgeirsdóttur og Ingigerði Önnu Konráðsdóttur. Einnig lét Theodóra Reynisdóttir af endurskoðun reikninga, Álfheiður Árnadóttir tók við af henni.

Nýja stjórn skipa:
Díana Ósk Óskarsdóttir, formaður
Herdís Ástráðsdóttir, varaformaður
Eva Kristín Hreinsdóttir, gjaldkeri
Fritz Már Jörgenson Berndsen, ritari
Helga Þórarinsdóttir, meðstjórnandi
Margrét Albertsdóttir, meðstjórnandi

Fyrir hönd stjórnar, Díana Ósk


Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Aðalfundur KFH árið 2021

Aðalfundur Kristilegs félags heilbrigðisstétta verður haldinn mánudaginn 25. október 2021 kl. 17.00-19.00 í sal Kristniboðssambandsins við Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð.

Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf:

Ritari fundar valinn
Lesin skýrsla stjórnar.
Lesin fundargerð síðasta Aðalfundar
Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins.
Breytingar á stjórn – Tveir meðstjórnendur gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Kjósa þarf tvo nýja stjórnarmeðlimi. Allir félagar geta gefið kost á sér.

Annað: Umræða um framtíð félagsins á hverju borði fyrir sig og teknir saman helstu punktar sem eru svo settir fram fyrir hópinn.
Fundi slitið.
Að venju verður súpusamfélag á eftir fundinn og að þessu sinni viljum við halda upp á það að við getum loksins komið saman og bjóðum því líka upp á snittur og góða köku. 

Vonandi sjáum við sem flest ykkar kæru félagar og við bjóðum einnig velkomin öll þau sem hafa áhuga á félaginu. 
Einnig vonumst við til þess að þið sem ekki komist gefið ykkur stund til þess að biðja fyrir okkur sem mætum og fyrir framgangi félagsins. Megi Guðs vilji ná fram að ganga.

Megi okkar eilífi, lifandi Guð leiða okkur öll og blessa,

Kær kveðja,

Fyrir hönd stjórnar,
sr. Díana Ósk Óskarsdóttir, formaður.

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Bænastund

Kæru félagar,
við viljum vekja athygli á að samstarfs-verkefið „Bænadiskurinn“ milli Kristilegs félags heilbrigðisstétta og Biblíufélagsins hefur borið góðan ávöxt.
Nú er hægt að fara inn á biblian.is, færa sig niður eftir forsíðunni og finna þar Orð kvöldsins sem er í raun „bænadiskurinn“ settur fram sem app til þess að fylgja nýjustu tækni.
Hér er linkur til að fara beint inn á Orð kvöldsins á spotify: https://open.spotify.com/show/4nyOc6BWfkuPzgvXzQ77jJ?go=1&utm_source=embed_v3&t=24084&nd=1

Með góðri kveðju,stjórnin

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd